
Fjármálaleikarnir eru spennandi spurningaleikur sem ætlað er að efla fjármálalæsi ungmenna.
Fjármálaleikarnir eru nú opnir og er hægt að spila að vild.
Sjá nánar um Fjármálaleikana á Fjarmalavit.is.
Vegleg verðlaun
Nemendur á unglingastigi fengu þá tækifæri til að spreyta sig á fjölbreyttum spurningum um fjármál og keppa í nafni síns skóla, en sá skóli sigrar sem fær hlutfallslega flest stig. Sigurskólinn fær titilinn Íslandsmeistari grunnskóla í fjármálalæsi auk þess sem efstu þrír skólar fá peningaverðlaun.
- 1. Verðlaun - 200.000 kr.
- 2. Verðlaun - 150.000 kr.
- 3. Verðlaun - 150.000 kr.
Tveir þátttakendur af þeim sem klára allan leikinn verða dregnir úr potti og fá hvor um sig 30.000 kr. Að auki fá tveir fulltrúar sigurskólans að fara til Brussel ásamt kennara til að taka þátt í úrslitum Evrópukeppninnar í fjármálalæsi sem fram fer 22 og 23 maí næstkomandi.
Gangur leiksins
Þátttakendur svara 48 spurningum á fjórum efnissviðum:
- Ég
- Heimilið
- Nám og atvinna
- Samfélagið
Stig fást fyrir hvert rétt svar, en fjórar tilraunir eru gefnar fyrir hverja spurningu. Fyrir rétt svar í fyrstu tilraun fást 100 stig, 75 stig fyrir að svara í annarri tilraun, 50 stig fyrir þriðju og 25 stig fyrir að svara í fjórðu tilraun. Ef öllum fjórum spurningum í verkefni er svarað rétt í fyrstu tilraun fást 100 bónusstig.
Til þess að geta tekið þátt í Fjármálaleikunum þurfum við að vinna með upplýsingar um nafnið þitt, netfang, aldur, í hvaða skóla þú ert og hversu mörg stig þú færð.
Við eyðum þessum upplýsingum eftir 6 mánuði.
Hér getur þú lesið meira um það hvernig við vinnum með þessar upplýsingar.
Nánari upplýsingar:Fjármálavit ogfjarmalavit@fjarmalavit.is